Veggklæðning

Klæðning á veggi hefur reynst mjög vel á íslandi og þeirri krefjandi veðráttu sem hér er. Þegar kemur að efnisvali á útveggi koma margir möguleikar til greina. Eftir áratuga reynslu okkar á þessu sviði mælum við með eftirfarandi möguleikum: sink, kopar, ál og aluzink.

 

Sinkklæðningar

Sink hefur verið notað í aldaraðir til að klæða þök og veggi. Sinkið hefur ótrúlega endingu og er almennt talað um að endingartíminn sé a.m.k. hundrað ár.

Koparklæðningar

Kopar er eðalmálmur sem hefur verið notað í aldaraðir til að klæða þök og veggi. Koparinn hefur ótrúlega endingu, til eru yfir þúsund ára gömul koparþök en þó ekki á Íslandi

Álklæðningar

Álkæðningar hafa verið notaðar hér á landi í áraraðir með góðum árangri. Útfærslur á álklæðningu eru margar, en algengast eru læstar klæðningar, kasettuklæningar, sléttplötuklæðningar og bára.

 

Aluzink klæðning (bára)

Að nota bárujárn sem útveggjaklæðningu er séríslensk byggingarhefð sem þróast hefur hér á landi og hentar vel í íslenskri veðráttu. Íslenskar aðstæður hafa mótað útfærslur og frágang á klæðningunni.

 

 

 

Festing burðarkerfis og klæðningar

Lóðréttir og láréttir leiðarar geta verið úr timbri eða, eins og nú er algengara, úr þunnum málmprófílum úr stáli eða áli. Festingar burðarkerfis þarf að hanna fyrir hvert hús um sig eða aðlaga festingarkerfi aðstæðum.

Enginn tvö verkefni eru eins í iðnaðinum og á það sannarlega við í klæðningum á útveggi. Við tökum að okkur að ráðfæra viðskiptavinum um val á efni út frá aðstæðum, t.d nálægðar við sjó, slagregns og gróðurs. En það hefur mjög mikið að segja ef fyrir bestu endingu og að efnið lifi sem lengst.

Oft á tíðum þegar við tökum að okkur að klæða hús þá fylgja með gluggaskipti, hvort sem um ræðir í nýbyggingu eða í viðhaldi fyrir eldri hús. Auðvitað á þetta ekki við um hvert einasta tilfelli en það er þó algengt. En þegar við setjum nýja glugga í þá notumst við eingöngu við glugga sem eru veðurprófaðir fyrir íslenskar aðstæður og standast byggingareglugerð. Þegar við skiptum um glugga þá miðum við að því að einangra gluggann og hafa a.m.k tvöfalda veðurkápu. Útlistlegur frágangur getur verið misjafn eftir því hvernig framkvæmd er hverju sinni.