Starfsmenn Þakco eru með áratuga reynslu í smíði og í vinnu innandyra. Við höfum skapað okkur traustan viðskiptavinahóp með því að leggja áherslu á hágæða smíði og náið samstarf með þeim sem velja okkur, hvort sem um ræðir stóra verktaka eða einstaklinga.

Hjá Þakco eru húsasmíðameistarar okkar búnir að vinna lengi saman og höfum við tekist á við flestar tegundir verkefna sem tengjast smíði, svo sem:

  • Gipsvinna
  • Parketlögn
  • Gluggaísetningar
  • Hurðaísetningar
  • Hljóðeinangrun
  • Rakasperrur
  • Rafmagnsgrindur
  • Innréttingar
  • Sérsmíði.

 

 

Áratuga reynsla: Við erum með áratuga reynslu í smíði og vinnu bæði utan og innandyra. Þessi reynsla hefur skapað djúpt innsæi og hæfileika sem við beitum í hvert verkefni.

Hágæða smíði: Gæði og áhugi er kjarninn í starfi okkar. Við náum þessu með því að hafa gaman af vinnunni okkar og vinnum aðeins með smiðum sem hafa áhuga á smíði og vinnum aðeins með bestu efnum sem völ er á. Hvort sem um ræðir meistara okkar eða nema eru þetta grunnstoðirnar sem við styðjumst við.

      

 

Samvinna við viðskiptavini: Við horfum á viðskiptavini sem liðsfélaga og vinnum saman með þeim í hverju skrefi. Við hlustum á þeirra þarfir, áskoranir og skoðanir og skipuleggjum verkefnin með það í huga.

Möguleikar og sköpun: Við byggjum ekki bara eftir ákveðnu skipulagi, heldur skoðum hvert verkefni sem tækifæri til að skapa sérsniðnar lausnir sem passa við hvern og einn viðskiptavin okkar.

Gæðaeftirlit: Allt sem kemur út úr okkar smíðavinnu fær fleiri en eina úttekt innan Þakco. Við skoðum vinnuna okkar með krítískum augum og hættum ekki fyrr en við erum fullkomnlega sáttir. Þakco hefur byggt upp nafn sitt á ábyrgð, virðingu og góðum samskiptum. Ef þú vilt vinna með fyrirtæki þar sem áratuga reynsla, hágæða smíði og vönduð verk eru stoðir fyrirtækisins, þá bíður Þakco eftir þér. 

 

Fylltu út formið hér að neðan og fáðu tilboð