

ÞAKSKOÐANIR
Sérfræðingar okkar framkvæma ástandsskoðanir á þökum með faglegum hætti. Við metum ástand þaks, þéttingar, leka og hugsanleg vandamál sem geta haft áhrif á endingu þess.
SKILMÁLAR
Markmið skoðunar Skoðun á þaki hefur það að markmiði að upplýsa viðskiptavini um ástand þess, þ.m.t. hugsanlegar skemmdir, leka og viðhaldsvandamál. Við notum sjónræna skoðun, hitamyndavélar og mælitæki til að meta ástand byggingarefna.
Hvernig fer skoðunin fram?
- Þak er skoðað sjónrænt og ástand þess metið.
- Ef aðstæður leyfa er farið upp á þak til nánari skoðunar.
- Notkun dróna er möguleg þar sem aðgengi er erfitt.
- Lekaeftirlit er framkvæmt með hitamyndavél og öðrum mælitækjum.
- Viðskiptavinur fær niðurstöður munnlega eða í skýrslu, eftir því sem óskað er.
Innifalið í skoðunargjaldi
- Akstur innan höfuðborgarsvæðisins.
- Undirbúningur/gagnaöflun skoðunarmanns.
- Notkun rakamæla og hitamyndavélar.
Tímavinna ef skoðun fer yfir 3 klst. Ef skoðun ásamt ferðatíma tekur lengri tíma en 3 klukkustundir bætist við tímagjald samkvæmt verðskrá. Þetta á einnig við ef umfang skoðunar eykst vegna sérstakra vandamála sem krefjast frekari greiningar eða mælinga.
Tilboð í þakviðgerðir Við bjóðum upp á mat á kostnaði við viðgerðir og endurbætur á þökum. Ef viðskiptavinur óskar eftir tilboði í viðgerðir og samþykkir það, fellur skoðunargjaldið niður og skoðunin er veitt án endurgjalds.
Endurgreiðsluskilmálar fyrir afbókanir
- Afbókanir sem berast með meira en 48 klst. fyrirvara fást endurgreiddar að fullu.
- Afbókanir sem berast 48-24 klst. fyrir skoðun fást endurgreiddar að hálfu.
- Afbókanir sem berast með skemmri fyrirvara eru ekki endurgreiddar.
Fyrirvarar
- Við fjarlægjum ekki klæðningar eða aðra hluta þaksins sem hindra skoðun.
- Ekki er framkvæmd viðgerð eða þéttingarviðgerðir á staðnum.
- Ef óskað er eftir ítarlegri skýrslu eða frekari úttekt er það unnið í tímagjaldi.
Verðskrá ÞakCo: Gildir frá 20.03.2025
Verðskrá
Þjónusta | Lýsing | Verð án skýrslu | Verð með skýrslu |
---|---|---|---|
Skoðun á bárujárnsþaki | Heildarskoðun á bárujárnsþaki, ástandsmat, lekaeftirlit og ráðleggingar. | 84.900 kr. | 109.900 kr. |
Skoðun á þakpappa | Heildarskoðun á þaki með þakpappa, ástandsmat, lekaeftirlit og ráðleggingar. | 89.900 kr. | 114.900 kr. |
Aukagjöld | |||
Skoðun með dróna | Myndataka og skoðun með dróna fyrir erfiða staði. | 20.000 kr. | - |
Tímagjald fyrir sérvinnu | Sérhæfð vinna og ráðgjöf utan hefðbundinnar skoðunar. | 24.900 kr./klst | - |
Flýtigjald | Ef óskað er eftir flýtimeðferð á skoðun eða skýrslugerð. | 44.900 kr. | - |
Akstur utan höfuðborgarsvæðis | Gjald fyrir ferðir utan höfuðborgarsvæðis. | 150 kr./km | - |
Útbúa magnskrá | Gerð magnskrár fyrir framkvæmdir. | 24.900 kr. | - |