
Þjónustur
Þakpappi
Þakpappi hefur í tugi ára verið notaður til þess að vatnsverja þök á Íslandi en það er ekki sama hvert þú leitar.

Hvenær á að velja þakpappa
Halli þaks
Þegar kemur að vali á þakefnum eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:
Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þarf halli þaka að vera að minnsta kosti 14 gráður ef á að setja járnklæðningu á þakið.
Þök með minni halla (undir 14 gráður) eiga samkvæmt reglugerð að vera með dúk.
Hins vegar, ef þak er þegar klætt með járni, er það undir eiganda komið hvort hann vilji halda því eða skipta um efni.
Staðsetning og viðhald
Ef þú býrð nálægt sjó getur þakpappi verið sérstaklega góður kostur, þar sem hann hefur verulega vatnsmótsstöðu og þolir stöðugt vatn og snjó án þess að tapa eiginleikum sínum.
Annað sem þarf að hafa í huga við val á efni er viðhald. Þakpappi frá Sika, sem ÞakCo notar, er í hæsta gæðaflokki og hefur staðlaða endingu upp á yfir 20 ár frá framleiðanda, án þess að krefjast viðhalds.
Hvað er SBS Þakpappi?
SBS (Styrene-Butadiene-Styrene) er sérstök blanda af tjöru, gúmmíi og fylliefnum.
Þetta þak kerfi er ótrúlega sveigjanlegt og virkilega endingargott undir erfiðustu aðstæðum.
Efnin sem við notum hjá ÞakCo eru frá Sika Switzerland, rótgrónu fyrirtæki stofnuðu árið 1910. Þeirra vörur uppfylla hæstu gæðastaðla og vottanir og eru þekktar fyrir hágæðaefni.
Þetta er vinsælt val fyrir flöt og lághallandi þök af mörgum ástæðum: teygjanleikinn og styrkurinn í miklu frosti, aukin þol gegn hita og hitabreytingum og einstök vörn gegn útfjólubláum geislum miðað við aðrar tegundir dúka.
SBS-kerfi eru einnig auðveldari í uppsetningu og hægt er að nota þau á fjölbreyttari undirlag en hefðbundin efni.
SBS-breyttur þakpappi býður upp á frábæra frammistöðu, langlífi og orkunýtni í samanburði við aðrar flatar þakvörur.
Þegar þú velur efni á þak er mikilvægt að hafa í huga að byggingarreglugerðir eru uppfærðar reglulega út frá fyrri reynslu og vandkvæðum. Við mælum því með að taka þær til greina við val á þakefni.
Við höfum fagmenn á öllum sviðum sem geta svarað spurningum þínum og veitt aðstoð ef þörf er á.
