


Um fyrirtækið
ÞakCo er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita hágæða þjónustu þegar það kemur að smíðavinnu innan og utandyra. Við tökum einnig að okkur ýmsa verkþætti í nýbyggingum, hvort sem um ræðir íbúðar- eða atvinnuhúsnæði.
Okkar teymi samanstendur af menntuðum iðnaðarmönnum og nemum með áralanga reynslu. Við leggjum metnað okkar í vönduð vinnubrögð og framúrskarandi frágang.
Hvað skiptir okkur máli?
Við leggjum áherslu á smáatriði, skýr samskipti og skilvirk vinnubrögð, svo verkefni klárist á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.
Hvernig vinnum við?
Hvort sem þú ert að endurnýja fasteign eða ráðast í stærra byggingarverkefni, þá erum við tilbúin að hjálpa. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til að tryggja að útkoman endurspegli þeirra þarfir og sýn.

Snævar Jónsson

Óðinn Þór Óðinsson
Hafðu samband
Takk fyrir að gefa þér tíma til að kynna þér starfsemi okkar. Ef við getum aðstoðað þig á einhvern hátt, ekki hika við að hafa samband.