ÞakCo þakbára hefur það mikilvæga verkefni að láta þök á Íslandi gegna sínu nauðsynlega hlutverki við oft þær erfiðu og óblíðu aðstæður sem Íslensk veðrátta býður upp á.

Við það verkefni höfum við einstakann hóp af sérfræðingum (meisturum) í sínu sviði sem sjá til þess að þegar þú velur Þakco þá ertu ekki aðeins með áratuga sérfræði þekkingu heldur notumst við aðeins við bestu mögulegu efnin sem eru í boði.

Þakbára/Bárujárn

Þakbára hefur verið notuð á Íslensk þök í langt yfir 100 ár og hefur reynst mjög vel fyrir aðstæður hér á landi þegar frágangur er gerður af fagmönnum.

Hér áður fyrr voru ýmsar tegundir málma notaðir en í dag þegar við tölum um bárujárn eru tvær tegundir sem um er að ræða.

Aluzink

Aluzink er blanda af áli og sinki. Það er húðuð stálvara sem býður upp á framúrskarandi tæringarþol og endingu. Aluzink þak er almennt notað á svæðum með mikilli raka eða strandsvæðum, þar sem það er ónæmt fyrir saltúða og þolir erfiðar veðurskilyrði.

Ál

Ál er léttur og endingargóður málmur sem er ónæmur fyrir tæringu og ryði. Það er vinsælt val fyrir þakefni vegna þess að það þolir erfið veðurskilyrði og krefst mjög lítið viðhalds. Álþak er líka orkusparandi vegna þess að það endurspeglar hita sólarinnar sem getur hjálpað til við að lækka kælikostnað ef svo ber við.

Ál eða Aluzink

Helsti munurinn á áli og Aluzinc er samsetning málmsins. Ál er hreinn málmur en Aluzink er blanda af áli og sinki. Báðir málmarnir bjóða upp á framúrskarandi tæringarþol og endingu, en Aluzink gæti verið betri kostur á svæðum með mikilum raka eða á strandsvæðum.

Að lokum mun valið á milli áls og aluzink þaks fara eftir sérstökum þörfum þínum og óskum. Það er oft best að hafa samráð við sérfræðinga Þakco til að ákvarða besta kostinn fyrir verkefnið þitt.

Það sem þú þarft að hafa í huga þegar þú velur á þitt þak

Halli

Samkvæmt byggingareglugerð eiga þök að vera með 14 gráðu halla til þess að þakbáran skili sínum bestu eiginleikum. Þök sem hafa verið teiknuð (samþykkt) með þakbáru en hafa ekki 14 gráðu halla er heimilt að skipta því út/viðhalda því.

Staðsetning

Þegar þú velur á þitt þak skal hafa í huga efnisval. Álið hefur betri líftíma undir eðlilegum kringumstæðum inn í hverfum og inn á landi á meðan Aluzink er sterkara efni sem þolir frekar að standa í við saltar strendur og mikið álag.

Viðhald

Að viðhalda þakbáru er eitthvað sem á ekki að þurfa að gera fyrr en eftir mörg ár ef járnið er litað. Í þeim tilfellum þar sem járnið er ólitað (Aluzink) er mælt með að fara yfir þakið eftir 3 ár og halda því svo við eftir þörfum.

Undirlag/þakpappi

Á þökum sem eru ekki lektuð (grind sem slítur járn frá borðaklæðningu) er þakpappi undir þakbárunni sem fyrsta veðurkápa. Samkvæmt rannsókn á vegum Rb virtist þakpappi undir málmklæddum þökum vera sú þétting sem skildi milli lekra og þéttra þaka almennt ef pappinn var gataður þá lak þakið.

Hjá Þakco vinnum við okkar báruþök alltaf með bræðslupappa (3-4mm) undir þakbáru í stað hefðbundins þakbárupappa (1-2mm). Við sjóðum þakpappann saman á samskeytum og útköntum þannig að þakið sé komið með trausta, þykka, teygjanlega og mjög sterka veðurkápu áður en járnið er sett niður.

 

Loftræst Þök

Uppstólað þak (plast/ull einangrun á steyptri plötu)

Á stóluðu þaki er reist timburgrind ofan á steypta plötu,(einhallandi eða tvíhallandi)

Ofan á timburgrindina er lögð borðaklæðning/krossviður sem er svo með tvær veðurkápur þakpappa og þakjárn.

Loftun á stóluðu þaki er ýmist undir þakkanti eða með ristum kringum húsið.

Einangrunin leggst síðan ofan á steyptu plötuna með gott bil milli einangrunar og veðurkápu.

 

Kalt þak (með ull)

Köld þök eru þau þök nefnd þar sem holrými er ofan við einangrun og um það streymir útiloft.

Slík útloftun verður til þess að aðeins lítill hluti hitastreymisins fer beint út um ystu klæðningu, heldur fylgir loftstraumnum út um loftunarop.

Við útloftun yfir einangrun er leitast við að losa burt byggingarraka sem kann að vera í þakinu og vegna gufustreymis eða loftleka innan úr byggingunni(gegnum rakasperru og svo framvegs).

Þennan raka þarf að fjarlægja áður en hætta skapast á rakaskemmdum í þakinu.

Kalt loftrými (háaloft/uppstólað þak)

Algengasta og best heppnaða kalda þakgerðin er eflaust uppstóluð þök með köldu vel loftræstu þakrými

Öndun

Loftræsting loftræstra þaka er knúin áfram af þrýstingsmun sem

getur orsakast af þrennum ástæðum:

  • vindi
  • hitamun
  • vélrænni loftræstingu

 

Þakgluggar

Til eru margar tegundir þakglugga.

Við höfum notast hvað helst við glugga frá Velux.

Til eru nokkrar “lager” stærðir hjá þeim verslunum sem flytja algengustu

þakgluggana inn.

Þegar skipt er um þakglugga þarf að huga sérstaklega að frágangi bæði undir þakbárunni og á henni til þess að frágangur í kringum glugga stemmi við líftíma glugganna sjálfa.