Þakco-Fagco lagði, til að byrja með, allann sinn metnað í að þjónusta viðskiptavini með þök, allt frá heildar uppbyggingu til þakskipta á eldri þökum.

Starfsmenn Þakco-Fagco hafa starfað við innréttingar og smíða innivinnu frá því að við vorum nemar þannig að þegar við hófum störf við þök var óhjákvæmilegt að eldri kúnnar hefðu samband við okkur þegar það kom að innivinnu hjá sér og sínum fyrirtækjum.

Á ákveðnum tímapunkti þegar fyrirspurnirnar voru orðnar verulegar ákváðum við að það væri óhjákvæmilegt að stofna sér deild innan fyrirtækisinns sem sinnti einungis innivinnu.

Parket

Parket er gólfefni sem er bæði gert úr samsettum efnum (tvö lög) eða heill viður í gegn.

Í seinni tíð hafa harðparket/plastparket færst í aukana.Kostir sem fylgja því er slitstyrkur, minni lýsing við sólarljós einnig hefur ódýrara verð haft áhrif á kaupendur.

Samsett gólfefni:

Efra lagið er oft úr misþykku trélagi, úr ýmsum tegundum timburs, sem eru lýst og/eða lituð(bæsuð), og gefa fallega áferð á timbrið.

Neðra lagið er ýmist úr MDF eða krossvið(grenikrossvið).

Heill viður:

Parket úr gegnheilu timbri er gjarnan kallað gegnheilt parket en það býður upp á möguleikann á að pússa upp parketið þegar fer á sjá á því og geta parket því orðið sem ný eftir mikla notkun með pússun og lökkun/bæsun.

Parket býður upp á fleiri möguleika en að vera bara gólfefni og hefur færst í aukanna að parket sé lagt upp á veggi, loft og jafnvel eldhúseyjar sem getur myndað fallegt flæði og því með ýmsa möguleika í innanhússarkitektúr.

Það er hægt að finna parketefni úr mismunandi tegundum timburs, svo sem eikar, ask, valhnetu og hnotu til að nefna nokkur..

 

Kostir parkets

Fallegt útlit: Parketgólf hefur náttúrulegt og klassískt útlit sem getur aukið verðgildi heimilis. 

Varanleiki: Parket er varanlegt gólfefni sem getur staðið í fjölda ára og enþá lengur með réttu viðhaldi.

Hita framleiðsla: Parket getur hjálpað við að halda hitanum í heimilinu, þar sem það getur haldið í og losað hita betur en önnur gólfefni, og gæti þannig sparað orku og kostnað.

Möguleikar á hönnun: Parket gefur kost á fjölbreyttum og áhugaverðum hönnunar möguleikum með mismunandi viðartegundum, áferðum, og mynstrum, svo sem fiskbeinamynstri, glans eða mattri áferð kopar innrömmun og svo lengi mætti telja.

Parket í dag hefur nánast endalausa möguleika þegar kemur að mystri og útfærslu, hægt er að fá glæsileg munstur og litasamsetningar, það er hægt að blanda flísum þegar er farið úr td eldhúsi inn í stofu.

Góð hljóðvist: Parketgólf getur haft hljóðeinangrandi kosti, þar sem það getur dregið í sig hljóð, sér í lagi ef að lagt er gott undirlag, og gert vistverur þægilegri. Hér má ekki vanmeta hversu miklu máli gott undirlag skiptir.